Heilsustefna Glaðheima

Hreyfing

Hreyfing er barninu eðlislæg og stuðlar að vellíðan. Hreyfing og vellíðan hafa jákvæð áhrif á samskipti barna. Þess vegna er stefna leikskólans að barnið fái hreyfistundir undir stjórn íþróttafræðings og daglega útiveru.

YAP próf

Leikskólinn Glaðheimar er þátttakandi í verkefninu Young athletes program (YAP) sem felur í sér snemmtæka íhlutun tengda hreyfiþroska. Öll börn 3 ára og eldri fara í gegnum staðlað próf sem fylgir hreyfiverkefninu og í kjölfarið í gegnum ákveðið prógram þar sem unnið er með þá þætti sem vinna þarf með samkvæmt niðurstöðum YAP prófs.

Auk YAP hreyfiprófs er færni barns yfirfarin og skráð í bók barnsins ár hvert tengt afmælisdegi barnsins. Foreldrum barns er svo boðið í foreldrasamtal þar sem farið er yfir skráningar bókarinnar rædd þroskaframvinda barnsins og staða í leikskólanum.

Næring

Í næringarviðmiðum Embætti landlæknis um mataræði fyrir börn frá tveggja ára aldri er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni. Að börn borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Enn fremur segir að æskilegt sé að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Leikskólinn Glaðheimar hefur grænmetis-og ávaxtastund á hverjum degi þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum bæði ferskum og þurrkuðum.

Starfsfólk/kennarar

Kennarar eru fyrirmynd barna í leik og starfi og hvetur leikskólinn Glaðheimar kennara og starfsfólk til að til að vera virkir í hreyfingu í starfinu með börnunum. Bæði í hreyfistundum sem og hreyfingu og leik utandyra.

Hér má lesa Heilsustefnu Glaðheima í heild sinni

Hér má lesa Næringarstefnu Glaðheima í heild sinni


Skýrslur sviðsstjóra íþrótta og heilsueflingar

skólaárið 2021-2022

Skólaárið 2020-2021