Á Bangsadeild viljum við leggja áherslu á stærðfræði en hana notum við hversdagslegar athafnir án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Stærðfræðileg hugsun reynir á okkur og er því mikilvægt að við kennum börnunum að taka eftir og þekkja mál stærðfræðinnar.

Lestur bóka er ekki einungis góð leið til þess að efla málþroska barna helgur einnig til þess að þróa stærðfræðiþekkingu þeirra. Bækur má til dæmis nota til þess að telja fjölda fugla, sögupersóna, trjá svo fátt eitt sé nefnt einnig má sjá og finna mynstur, form og ýmsar stærðir og lögun.

Í Glaðheimum eigum við margskonar spil sem koma inná stærðfræðiþekkingu barnanna - spil sem innihalda, form, liti, mynstur, stærðir og fjölda. Á Bangsadeild leggjum við megin áherslu á tölurnar frá 1 uppí 5 og eru þær sýnilegar inná deildinni. Við æfum okkur að telja uppí fimm og fá hugmynd um það magn sem liggur á bak við hverja tölu. Flest börn á deildinni eru orðin ansi lúnkin við að telja og eru elstu börnin farin að tengja magn við töluna líkt og sést á myndinni hér að ofan þar sem elsti hópur er í stærðfræðispili.Í Glaðheimum leggjum við mikla áherslu á samstarf milli heimilis og skóla slíkt samstarf þarf að byggjast á gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir viðhorfum og þekkingu. Á milli okkar er mikilvægt að ríki traust, við getum deilt sjónarmiðum og tekið sameiginlegar ákvarðanir er varðar einstök börn.

Starfsmenn leikskólans reyna að upplýsa foreldra um starf skólans, í gegnum tölvupósta og heimasíðu skólans og í daglegu spjalli við foreldra.

Sú vísa er aldrei of oft kveðin að samstarfs heimilis og skóla er mjög mikilvægt og nauðsynlegt er að foreldrar þekki það starf sem fram fer innan veggja skólans.
Á hjúkrunarheimilinu heilsuðum við uppá íbúa og starfsmenn þess og sungum fyrir þau nokkur lög. Við sungum meðal annars trommu lagið og hrisstu lagið þar sem íbúar heimilisins tóku virkan þátt.

Í Glaðheimum leggjum við áherslu á námsefnið Lífsleikni í leikskóla þar sem lífsleiknin er kennd í gegnum dygðir og byggist á alhliða þroska barnsins. Einnig er byggt á færni til samskipta, tjáningar og bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Með því að fara í heimsóknir líkt og þessa sem við fórum í þá erum við að efla þá færni sem talið hefur verið upp hér á undan. Markmiðið með starfi okkar er að börnin læri að bera virðingu fyrir öðrum og að samkennd aukist – hvernig gerist það öðruvísi en að við förum, kynnumst fólki og upplifum?! Samvera í hóp eykur samkennd barna og eykur hæfni þeirra til tjáskipta og að koma fram fyrir framan fólk.

Svo má ekki gleyma því að eitt að leiðarljósum Glaðheima er að Bera virðingu fyrir öðrum – þar sem börn verða að gera sér grein fyrir litrófi og fjölbreytileika samfélagsins. Börnin eru því hvött til að þróa með sér vinsemd og virðingu fyrir öðru fólki og bakgrunni þess.


Í leikskólanum æfum við okkur að koma fram þegar við sjáum um vinastund. Á vinastund koma allar deildir leikskólans saman á sal ásamt starfsfólki og skiptast deildarnar á að sjá um skemmtiatriði á vinastundinni.
Við reynum að kynnast því sem samfélagið sem við búum í hefur uppá að bjóða og um leið fræðumst við um hina ýmsu þætti. Þessa vikuna 2.-6. nóvember og þá næstu, 9.-13. nóvember, erum við með krumma þema - í þeirri vinnu fórum við á Náttúrugripasafnið, skoðuðum krumma og margt annað sem safnið hefur uppá að bjóða. Hulda Birna tók vel á móti okkur og sýndi vinsemd og virðingu sem gestgjafi á safninu.


Við á Bangsadeild höfum það að markmiði að börnin á deildinni muni í vor þekkja stafinn sinn sem og nafnið frá öðrum nöfnum.


Velkomin á Bangsadeild. Á Bangsadeild verða í vetur 14 börn á aldrinum 1-2ja ára.

Deildarstjóri er Karitas S Ingimarsdóttir.

Aðrir starfsmenn eru. Kamila, Annika og Guðlaug.