news

Af hverju nota ég táknmál

16 Feb 2021

Daníel Bjarmi vinur okkar á Grásteini prýðir forsíðu febrúarútgáfu Döffblaðsins. Blaðið er gefið út einu sinni til tvisvar sinnum á ári. Megintilgangur blaðsins er að uppfræða bæði döff og hið heyrandi samfélag meðal annars um menningu döff, sögu og helstu baráttumál. Við erum því stolt af því að vinur okkar hafi verið fenginn í spjall við „Barnahorn“ blaðsins. Áhugasamir geta lesið blaðið með því að smella HÉR

Dagur íslenska táknmálsins er 11. febrúar ár hvert. Á tilkynningaskjá skólans má sjá Uldis Ozols táknmálskennara segja frá mikilvægi íslenska táknmálsins. Uldis hefur verið einn af þeim táknmálskennurum sem komið hafa að táknmálskennslu starfsfólks í leikskólanum.

Í tilefni dagsins í ár var gefið út myndband með yfirskriftinn „Af hverju nota ég táknmál?“