news

Bætt tannheilsa leikskólabarna

31 Okt 2017

Þriðjudaginn 7. nóvember kemur Kristín Sigurðardóttir tannlæknir í leikskólann. Hún verður hjá okkur í tvo daga til þess að skoða tennur barnanna. Skoðunin er svo kölluð sjónskoðun, ekkert verður gert við tennur barnanna. Börnin verða með kannaranum sínum og jafnvel besta vini svo öllum ætti að líða vel. Skoðunin fer fram í umhverfi sem barnið þekkir og er öruggt í. Ef tannskemmdir finnast verður haft samband við foreldra samdægurs og ákveðið með framhaldið. Tannsar á Torfnesi þeir Sigurjón og Viðar vita af tannverndarverkefni leikskólans og munu taka á móti þeim börnum sem þurfa frekari skoðun eða tannviðgerðum.

Kristín verður með fræðslufund fyrir foreldra um verkefnið og tannhirðu barna þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17:30