Betri tannheilsa leikskólabarna

15 Nóv 2017

Kristín Sigurðardóttir tannlæknir var hjá okkur í leikskólanum 7. og 8. nóvember síðastliðinn. Kristín náði að skoða næstum öll börnin í leikskólanum á þessum tveim dögum. En þessi heimsókn var liður í verkefninu "heilsueflandi leikskóli" sem við erum að innleiða. Stýrihópur leikskólans ákvað að byrja á tannheilsu barna en við höfum því miður þurft að hafa afskipti af tannheilsu of margra barna í leikskólanum. Við töldum því brýnt að byrja á þessu. En "heilsueflandi leikskóli" tekur á flestum liðum heilsu nemenda og kennara. Kennurum var boðið upp á fyrirlestur um verkefnið og næstu skref sem við þurfum að taka er að gera tannheilsustefnu og taka ákvörðun um hvort leikskólinn ætlar að bursta tennur barnanna eftir hádegismatinn. Foreldrum var boðið á kynningarfund um verkefnið og ýmsan fróðleik um tannhirðu. Því miður voru ekki nema 7 foreldrar sem nýttu þetta tækifæri og mættu á fundinn. En tannskoðunin staðfesti því miður grun okkar um að tannheilsa leikskólabarna í Bolungarvík er ekki nógu góð. Það eru of mörg börn sem ekki eru burstuð nógu vel og of mörg sem voru með byrjandi tannskemdir. Tölvupóstur hefur verið sendur á alla foreldra barna sem fóru í skoðun og látið vita um hvort allt væri í góðu lagi eða hvort eitthvað þyrfti að skoða betur. Við vonum að þetta verkefni verði til þess að bæta tannheilsu nemenda leikskólans.