Brúðuleikhús

13 Sep 2018

Mánudaginn 10. október fóru nemendur í Lambhaga með rútu á Ísafjörð þar sem þau komu saman ásamt börnum frá Þringeyri og Ísafirði í Edinborgarhúsinu.

Tilefnið var leiksýning á vegum Brúðuheima og Þjóðleikhússins. Það var Bernd Ogrodnik, brúðuleikhússmeistari, sem sýndi börnunum brot úr sýningunni Umbreyting. Börnin höfðu gaman af og voru sér og skólanum til fyrirmyndar.