news

Búningagerð

15 Jan 2019

Það er alltaf nóg að gera hjá okkur í leikskólanum. Tíminn flýgur sem fugl og erum við því farin að huga að búningagerð fyrir öskudaginn sem verður þann 6.mars. Á öskudaginn klæðast nemendur og starfsfólk leikskólans heimatilbúnum búningum og slegið er upp balli þar sem er mikið fjör og mikið gaman.

Foreldrar og forráðamenn eru nú beðnir um að koma með gamla boli eða peysur fyrir sitt barn í leikskólann sem hægt er að breyta í grímubúning.

Það vantar ekkert uppá sköpunarkraft eða ímyndunarafl barnanna og er því útkoma búningagerðarinnar alveg stórkostleg.