news

Dagur íslenskrar náttúru

16 Sep 2021

Vikuna 13.-17. september er útiskólavika. Í dag,16. september, er haldið uppá Dag íslenskrar náttúru en það hefur verið gert árlega frá árinu 2010 með það að markmiði að undirstrika mikilvægi náttúrunnar . Við í Glaðheimum leggjum mikla áherslu á útiveru og hreyfingu og fær útiveran enn meira vægi í útiskólavikunni.

Deildir leikskólans skipuleggja sinn útiskóla þar sem á dagskrá eru meðal annars gönguferðir, vettvangsferðir og útiverkefni. Í Aðalnámskrá leikskóla (2011) segir að náttúran býður uppá fjölbreyttan efnivið og margvísleg tækifæri til rannsókna og uppgötvana. Nágrenni leikskólans er einnig mjög mikilvægt námsumhverfi sem börn þurfa tækifæri til að kynnast og læra af. Við erum heppin hér í Bolungarvík að vera með náttúruna allt í kringum okkur, fjölbreyttar gönguleiðir og umhverfi sem svo sannarlega býður uppá marga möguleika til náms og leikja. Útiskólavikan fær starfsmenn leikskólans til þess að hugsa út fyrir rammann og hugsa leiðir til náms í okkar nánast umhverfi.

Hér má lesa um áherslur okkar í útinámi