news

Dagur íslenskrar tungu

16 Nóv 2021

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í leikskólanum er unnið með íslenska tungu á degi hverjum og er kappkostað við að efla málþroska og tjáningu nemenda okkar. Í morgun máluðu börn og kennarar á Gili íslenska fánann í lófana sína og stimpluðu á blað, útkoman er fallegt listaverk.

Í tielfni dagsins langar okkur að benda á viðtal við þær Þóru Másdóttur, talmeinafræðing, og Jóhönnu T. Einarsdóttur, prófessor í talmeinafræði, um eflingu málþroska og málfærni barna og mikilvægi lesturs sem var á Bygljunni í morgun: https://www.visir.is/k/2c89d7e8-d232-469f-b2af-5d92dfe64a23-1637051492058

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er með áhugaverðan viðburð á morgun, miðvikudaginn 17. nóvember klukkan 12:00-13:30. Viðburðurinn er opinn öllum og verður aðgengilegur á Facebook og ber heitið Málþroski ungra barna - snemmtæk íhlutun talmeinfræðinga HTÍ í kjölfar 18 mánaða skoðunar. Hlekkurinn á viðburðinn : https://fb.me/e/2Jrd4jzUs