news

Dagur læsis

14 Sep 2021

Dagur læsis var 8. september og var í leikskólanum vikuna 6.-10. september bókavika. Þá vikuna máttu börnin koma með bækur að heiman í skólann og mátti sjá þau ásamt kennurum eiga notalegar stundir við lestur hér í leikskólanum. Í sal skólans varð til langur bókaormur þar sem skrifað var niður heiti þeirra bóka sem lesnar voru heima á miða og hann límdur aftan í bókaorminn. Lestur er stór hluti af daglegu starfi í leikskólanum. Lestur bóka er mikilvæg námsleið fyrir börn því með lestri eykst málskilningur, orðaforði og máltjáning. Við hvetjum alla til þess að lesa sem mest fyrir börn því lestrarstundir geta verið góð samvera og stykt vináttu og fjölskyldubönd.

Bókaormurinn