news

Dagur leikskólans 2017

06 Feb 2017

Í dag 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í tíunda sinn, að þessu sinni verður dagurinn helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins og dregið fram það sem hefur áunnist sl. ár t.d. með kynningarátakinu Framtíðarstarfið. Við í Glaðheimum ætlum að senda frá okkur stutt myndband á hverjum degi alla vikuna til þess að gefa ykkur smá innsýn í það starf sem unnið er í leikskólanum okkar. Fyrst myndbandið sýnir hvað það er gaman hjá okkur og hvað við erum að fást við flesta daga. En næstu myndbönd munu gefa ykkur innsýn í námsþættina og hvernig við vinnum með þá.

Góða skemmtun.

1dagurleikskolans.wmv

Kveðja frá nemendum og kennurum leikskólans Glaðheima