news

Eldhúspartý

04 Des 2020

Við í leikskólanum erum mjög heppin með starfsfólk, mannauður okkar er mikill. Magnús Traustason hefur hafið störf við skólann. Hann aðstoðar Jessicu í eldhúsinu ásamt því að starfa hluta úr degi á Grásteini. Leikskólanum er skipt í tvö sóttvarnarhólf og kemur það í veg fyrir að Magnús geti hafið störf á Grásteini en það kemur ekki í veg fyrir það að hann kynnist börnunum. Í dag hélt hann tónleika út um eldhúsgluggann þar sem hann spilaði á gítar og söng. Já við erum svo sannarlega heppin með fólkið í leikskólanum!