news

Evrópudagur talþjálfunar

07 Mar 2018

Evrópudagur talþjálfunar var í gær, 6. mars, og hefur hann verið haldinn frá árinu 2004. Glaðheimar er með samning við Tröppu ehf. sem meðal annars býður uppá þjónustu fyrir börn sem eru með talgalla eða frávik í málþroska. Talmeinafræðingur með réttindi veitir þjálfun frá skrifstofu Tröppu í gegnum netið. Í Glaðheimum eru fjórir nemendur sem einu sinni í viku hitta talmeinafræðing í gegnum netið ásamt sérkennslustjóra. Einnig fá starfsmenn leikskólans ýmiskonar ráðgjöf um meðferð og vinnu með börnum með talgalla eða frávik í málþroska. Þetta samstarf er leikskólanum mikilvægt og dýrmætt í þeirri vinnu að koma til móts við öll börn í námi og leik.