news

Fjólubláar sápukúlur

18 maí 2018

Á morgun, laugardaginn 19.maí, er alþjóðlegur IBD dagur sem stendur fyrir langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Tákn IBD dagsins er fjólublá slaufa og klæddust starfsmenn og nemendur skólans einhverju fjólubláu í skólanum í dag, málefninu til stuðnings. Guðbjörg bakaði fjólubláar vöfflur í tilefni dagsins.

Í dag er einnig sápukúludagur og komu flestir nemendur með sápukúlur að heiman í leikskólann. Í útiveru í dag hafa því verið blásnar þó nokkrar sápukúlur og starfsfólk skólans verið iðið við að fylla á sápuvatnið.