news

Foreldrakönnun

28 Mar 2019

Núna er í gangi foreldrakönnun í leikskólanum og ættu allir þeir foreldrar sem hafa verið á úrtakslista að hafa fengið sendan tölvupóst með slóð og lykilorði. Það er mjög mikilvægt fyrir leikskólann að allir svari. Hægt er að svara könnuninni til 1.apríl og hvetjum við þá foreldra sem enn hafa ekki haft tíma til þess að svara henni að gefa sér nokkrar mínútur til þess. Ykkar álit kemur okkur við og skiptir okkur máli í að gera góðan skóla enn betri.

Það er Skólapúlsinn sem þjónustar okkur um þessa könnun og sendir hana út.