news

Fræðslufundur um kvíða 14. mars kl. 17:00

08 Mar 2017

Fræðslufundur fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla um kvíðaeinkenni barna og unglinga. Markmiðið er að veita stutta fræðslu um eðli kvíða og kynna leiðir til að auka sjálfstraust og takast á við kvíðahegðun barna og unglinga. Kvíðaeinkenni koma ekki alltaf skýrt fram en geta til dæmis komið fram í svefnvanda og líkamlegum verkjum. Einnig er algengt að börn og unglingar með kvíðavanda forðist að taka þátt í ýmsu mikilvægu eins og skólastarfi, samskiptum og tómstundum.

Sólveig Norðfjörð sálfræðingur verður fyrirlesari fundarins.

Fundurinn verður í grunnskóla Bolungarvíkur kl. 17:00 þann 14. mars næstkomandi.