news

Gjöf til leikskólans

19 Sep 2019

Í vikunni fengum við gjöf námsefni Lærum og leikum með hljóðin sem er ætlað öllum barnafjölskyldum og skólum. Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar Guðmundsdóttur M.A CCC – SLP talmeinafræðingi Raddlist ehf . Hún hefur starfað í 30 ár sem talmeinafræðingur í tilefni af þeim tímamótum ákvað hún að gefa efnið til leikskóla á Íslandi. Þeir aðilar sem eru í samstarfi með henni að gera þessa gjöf mögulega eru:Marel, Lýsi, IKEA og hjónin Björgólfur Thor og Kristín Ólafsdóttir auk fyrirtækis hennar Bryndísar Raddlist ehf.

Gjafatöskurnar innihalda:

Grunnbók lærum og leikum með hljóðin, R framburðaraskja, S framburðaraskja og flokkunarkassi. Hljóðlestin með verkefnabók og myndaspjöldum með fyrirmyndir og talfæramyndir íslensku málhljóðanna, R bók Lærum og leikum með hljóðin, S bók Lærum og leikum með hljóðin, Límmiðasett með fyrirmyndum hljóðanna eftir aðferðafræði L&L, Málhljóðapúsl:tvö púsl með samhljóðum og sérhljóðum, vinnusvuntur Lærum og leikum með hljóðin sem vísa í aðferðafræði L&L rauð og blá og síðan tvær hoppa svuntur sem styðja við hljóðaleikinn.

Við í Glaðheimum þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun koma að góðum notum í leikskólanum okkar.