news

Glaðheimar á Menntakviku

14 Okt 2021

Rafræn Menntakvika verður haldin föstudaginn 15. október 2021. Í Menntakviku verða 1500 þátttakendur og 76 málstofur þar sem meðal annars verður sagt frá 280 rannsóknum! Í Glaðheimum erum við rík af mannauði og munum við eiga fulltrúa á Menntakviku sem munu flytja fyrirlestra. Fyrirlestrarnir verða í beinu streymi á síðu Menntakviku, Háskóla Íslands. Fyrirlestrarnir verða opnir í 3 vikur frá flutningi þeirra á Menntakviku.

Klukkan 8:30 hefst málstofa þar sem Ástrós Þóra Valsdóttir, ásamt Sigríði Ólafsdóttur, lektor við Háskóla Íslands, flytja fyrirlestur um Málleg samskipti í leikskóla: samræður starfsmanna leikskóla við börn sem hafa íeslensku sem annað mál. Fyrirlesturinn byggist á meistaraprófsverkefni Ástrósar og er hægt að lesa frekar um rannsóknina sem gerð var og hlusta á fyrirlesturinn hér https://menntakvika.hi.is/malstofa/malthroski-laesi-og-fjoltyngi/?fbclid=IwAR1dZ_-qFAKi79y4JWSPbF55klBmrQUtPwXTLWYuYlNPVukgL-XnEyPXl1Q

Klukkan 12:00 hefst málstofa þar sem Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir, sviðsstjóri íþrótta og heilsueflingar leikskólans, mun segja frá YAP (Young athletes program) Alþjóðleg hreyfiáætlun. Þar mun koma fram hvernig við í leikskólanum Glaðheimum vinnum með YAP, hreyfiáætlanir, matspróf og þann ávinning sem við sjáum í notkun YAP. Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikskólastjóri, verður Karitas innan handar á fyrirlestrinum. Hér má finna frekari upplýsingar og hlusta á fyrirlesturinn https://menntakvika.hi.is/malstofa/likamleg-heilsa-ithrottir-hreyfifaerni-og-lydheilsa/?fbclid=IwAR3W34nGOMuxyUrxH89FCB-JVONUcSjm0_IkhLv7mrDalvieCA2EwJ2ZM0k