news

Gleðilegt ár

08 Jan 2021

Gleðilegt ár.

Nú er leikskólastarfið komið af stað eftir jólafrí. Ég vona að þið hafið haft það sem allra best yfir hátíðarnar. Nú um áramótin tók gildi ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem segir að við hér í leikskólanum megum fara að starfa með eðlilegum hætti. Samt sem áður var ákveðið að fara varlega af stað og höfum við haldið áfram þeim sóttvarnaraðgerðum sem voru hér í leikskólanum fyrir áramót. Það er aldrei of varlega farið. Það er áframhaldandi grímuskylda í leikskólanum líkt og í öðrum stofnunum bæjarins þó svo að við bjóðum ekki uppá grímur í anddyri skólans.

Mánudaginn 11. janúar munum þær breytingar verða að Magnús Traustason hefur störf á Grásteini frá kl. 08:00-10:30 og verður svo í eldhúsinu 10:30-16:00. Morgunteygjur og íþróttir munu falla í eðlilegt horf sem og að við hættum að vinna í tveimur sóttvarnarhólfum, starfsmönnum leikskólans til mikillar gleði.