HLJÓM-2

22 Okt 2018

Í síðustu viku var skimunin HLJÓM-2 lagt fyrir elsta árgang leikskólans. HlJÓM-2 er lagt fyrir börnin í þeim tilgangi að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund þeirra. Niðurstöður skimuninnar gefa til kynna þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Foreldrar verða kallaðir til fundar þar sem þeim verður kunngjört um niðurstöður HLJÓM-2.

Steinunn Ragnarsdóttir deildarstjóri í Lambhaga sá um fyrirlögnina þar sem hún hefur tilskilin réttindi til þess að leggja skimunina fyrir börnin. Guðbjörg Stefanía sérkennslu- og aðstoðarleikskólastjóri sá einnig um fyrirlögn en hún hefur nýlega fengið réttindi til þess.