news

Hákarl á höfninni

26 Mar 2018

Kisudeild fór í göngutúr í morgun á höfnina þar sem við þeim blasti spennandi sjón. Áhöfnin á dragnótabátnum Ásdís ÍS 2 hafði komið í land með hákarl sem Hálfdán Guðröðarson var að gera að á bryggjunni.
Börnunum þótti mörgum spennandi og skemmtilegt að sjá hvað hafði verið í maganum á hárkarlinum og hvernig Hálfdán skar hann með hnífnum sínum en nokkrir voru pínu smeikir við hákarlinn, eðlilega!

Það er dýrmætt að alast upp í Bolungarvík og lenda í allskonar ævintýrum.