Í Bernódusarlundi

18 Des 2018

Jólin eru góður tími til samveru og að skapa góðar minningar með vinum sínum. Starfsmenn og nemendur leikskólans komu saman í skógræktinni / Bernódusarlundi í morgun. Þar var kveikt bál og hitað vatn svo hægt væri að bjóða uppá heitt kakó ásamt piparkökum. Bæði kökurnar og kakóið runnu ljúft niður. Það er líka alltaf gaman að fara út fyrir skólalóðina að leika sér.

Í skógræktinni hafði Fiskahópur í Lambhaga valið sér grenitré sem þau skreyttu með skrauti sem þau höfðu sjálf gert í leikskólanum og fannst þeim gaman að fleiri nemendur leikskólans fengu að sjá tréð og njóta þess.


Vel skreytt jólatré fiskahóps