news

Í sumarskapi

30 Júl 2021

Nú er fyrstu opnunarviku eftir sumarfrí að ljúka. Fyrstu dagarnir fara rólega af stað þar sem nemendur skólans eru að tínast inn eftir sumarfríi. Nýjir nemendur bætast við hópinn okkar en fyrsta aðlögun á yngstu barna deildina, Gil, hefst 3. ágúst.

Veðrið leikur við hvern sinn fingur og eru nemendur og starfsmenn skólans kátir og glaðir. Þegar þessi orð eru skrifuð er útivera, nemendur og starfsmenn baða sig í geislum sólarinnar og gæða sér á svalandi melónu. Það er því óhætt að segja að allir fari í sólskinsskapi í langt helgarfrí en leikskólinn er lokaður mánudaginn 2. ágúst á frídegi verslunarmanna.