Jólastund

12 Des 2017

Jólastund Glaðheima verður föstudaginn 15. desember. Jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn og dansa með okkur og gefa okkur smá góðgæti. Síðan fáum við góðan jólamat með öllu tilheyrandi. Við munum samt halda að hluta til hefðbundu starfi s.s. útiveru og hvíld. Lambhagabörnin ætla ekki að borða í grunnskólanum þennan dag þau munu borða í Lambhaga.