news

Litir haustsins

20 Okt 2020

Starfsmenn og nemendur leikskólans hafa síðustu vikur unnið verkefni tengd haustinu. Rætt hefur verið um haustið og það sem gerist í náttúrunni, umhverfi okkar, þegar haustar. Litir haustsins eru fallegir en það er sorglegt að sjá laufin falla af trjánum. Nemendur á Grásteini og Grundum fönguðu liti haustsins og þær breytingar sem verða í náttúrunni á haustin í listaverkum sínum sem hanga nú í gluggum leikskólans.

Þemaverkefni líkt og þau sem hafa verið unnin í tengslum við haustið eflir nemendur okkar á hinum ýmsu sviðum. Unnið er með náttúrufræði, málörvun, fín- og grófhreyfingar, umhverfismennt, grenndarnám og sköpun.