news

Málstofa - Sterkari saman

16 maí 2018

Þann 14. apríl fóru Guðbjörg og Ragnheiður norður í land á ráðstefnu um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Yfirskrift ráðstefnunar var Sterkari saman – farsælt samstarf heimila og skóla.

Þrír aðalfyrirlesarar voru á ráðstefnunni auk annarra málstofa. Í málstofunum voru reifuð ýmis mál er lúta að því sem vel hefur gefist í samstarfi heimila og skóla.
Guðbjörg stjórnaði einni málstofu ásamt Ragnheiði. Erindi Guðbjargar kallaðist „Að koma til móts við foreldra“ og fjallar um þær leiðir sem leikskólinn hefur farið í samskiptum milli heimilis og skóla. Talað var um Karellen, heimasíðu skólans, vikulega tölvupósta, Sway og ljósmyndaskráningar svo fátt eitt sé nefnt.

Komið var inná þær framfarir sem skólinn hefur náð í samskiptum á milli heimilis og skóla frá árinu 2015 til dagsins í dag. Í foreldrakönnun sem lögð var fyrir foreldra í vor, þ.e. fyrir árið 2017 erum við efsti skólinn undir þættinum upplýsingamiðlun þar sem nemendurnir eru færri en 70 og notast við Skólapúlsinn. Þær spurningar sem mynda þann matsþátt eru um samskipti heimilis og skóla, þ.e. að foreldrar finni að þeir fái tækifæri til þess að miðla upplýsingum um barnið, á þá sé hlustað og að skoðanir þeirra séu virtar. Einnig er komið inná það að foreldrar fái reglulega upplýsingar um námsferil og þroska barnsins og viti af viðburðum og fundum. Þá er einnig spurt hvort foreldrar telji sig upplýsta um þau viðfangsefni sem unnið er að á deild barnsins.

Erindi Guðbjargar og Ragnheiðar vakti mikla athygli og góðan hljómgrunn og telst því þessi ferð norður í land mjög farsæl.