news

Málþroskaskimanir

30 Sep 2021

Síðustu daga hafa starfsmenn leikskólans, þær Guðbjörg og Steina, lagt tvennskonar málþroskaskimanir fyrir nemendur. Lagt hefur verið fyrir árgang 2018 EFI-2 málþroskaskimun og HLJÓM 2 hefur verið lagt fyrir árgang 2016.

Bæði prófin gera okkur kleift að finna börn sem eru með frávik í málþroska í þeim tilgangi að grípa inn í með snemmtækri íhlutun. Foreldrum þeirra barna sem tekin eru í skimanir sem þessar er kunngjört um niðurstöður þeirra og ráðstafanir ef grípa þarf til íhlutunar.

Á heimasíðu leikskólans má finna sérkennslustefnu skólans þar sem lesa má um þau matstæki sem notast er við í þeim tilgangi að meta þroska og sérþarfir nemenda hans. Sjá hér : Sérkennslustefna

EFI-2 málþroskaskimun metur hljóðkerfis- og málmeðvitund barna. Niðurstöður skimunar sýna þau börn sem eru með frávik í málþroska svo hægt sé að grípa inn í með skjóta og markvissa aðstoð ef svo ber undir.

HLJÓM-2 er skimun sem lögð er fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund elstu barna leikskólans. Niðurstöður skimunarinnar gefa vísbendingar um þau börn sem eru í áhættu að eiga við lestrarerfiðleika síðar meir.