news

Menningarviðburðir

04 Sep 2019

Á morgun fimmtudaginn 5. september ætla nemendur fæddir 2014 og 2015 að fara og sjá leikritið Ómar orðabelgur í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þjóðleikhúsið býður börnum að sjá splunkunýtt leikrit, Ómar orðabelg, eftir Gunnar Smára Jóhannesson. Í sýningunni sláumst við í för með Ómari orðabelg í leit að uppruna orðanna. Ómar orðabelgur ferðast um heim orðanna og kynnist allskonar skrýtnum orðum, en eitt orð mun hann kannski aldrei skilja til fulls. Dauðinn. Hvað er að deyja? Og hvað gerist eftir dauðann? Dauðinn er orð sem allir þekkja en veit einhver hvað það þýðir í raun?

Sömu nemendur ætla líka að skella sér á Ísafjörð á föstudaginn (6. september) til þess að sjá og heyra Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt gesta söngvurum úr grunnskóla Bolungarvíkur flytja verk eftir Astrid Lindgren. Tónlist úr Línu langsokk, Emil í Kattholti, Bróður mínum Ljónshjarta og Á Saltkráku hljómar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í einstökum útsetningum Jóhanns G. Jóhannssonar. Rútuferðin á Ísafjörð er í boði foreldrafélagsins.