Myndlistasýning

04 Maí 2018

Á mánudag 30. apríl gengu nemendur og starfsmenn skólans fylktu liði í Íþróttamiðstöðina Árbæ þar sem sett hefur verið upp myndlistasýning á verkum nemenda skólans. Á upplýsingaskjá sem er í anddyri miðstöðvarinnar er ljósmyndasýning þar sem gefur á að líta myndir úr starfi skólans.

Sýning mun vera uppi framyfir helgi svo við hvetjum foreldra og alla íbúa kaupstaðarins að skoða listaverk leikskólabarnanna.