news

Nærumhverfi til náms

15 Jún 2021

Útivera er stór hluti af námi barna. Í Bolungarvík erum við heppi með náttúruna allt í kringum okkur og er því nærumhverfi leikskólans framúrskarandi efniviður í leik og starfi. Við viljum að nemendur okkar kynnist fjölbreytileika náttúrunnar og njóta hennar um leið og þeir finna til ábyrgðar gagnvart henni. Við förum í vettvangsferðir allt í kringum leikskólann, um alla Víkina okkar. Skógræktin er vinsæll áfangastaður starfsmanna og nemenda leikskólans í vettvangsferðum því þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Í skógræktinni nýtum við fjölbreytni árstíðanna og fylgjumst með áhrifum þeirra á náttúruna, vetur, sumar, vor og haust.