news

Náttfatadagur

11 Des 2020

Það er svo sannarlega huggulegur dagur hjá okkur í dag enda náttfatadagur. Á Gili kúrðu börnin saman og horfðu á stutta teiknimynda- og dýralífsþætti. Grásteinn og Grundir gátu verið saman í salnum enda í sama sóttvarnarhólfi. Þar var horft á JólaBólu sem er svo sannarlega skemmtileg tröllastelpa. Maggi var ekki langt undan með gítarinn svo hann kom rétt inn í sal og söng með börnunum nokkur lög.

Á Gili

Maggi syngur nokkur lög