news

Náttúrugripasafnið

11 Jún 2021

Nemendur og starfsfólk á Grundum fóru í heimsókn á Náttúrugripasafnið okkar í Bolungarvík núna í maí. Einn hópur af Gili fékk líka að kíkja í heimsókn. Í heimsókninni unnu börnin verkefni og skoðuðu hin ýmsu dýr og uppgötvuðu margt. Fyrir heimsóknina á safnið höfðu börnin á Grundum verið að skoða ýmis dýr í bókum og lásu þau meðal annars bókina Hvalurinn er fastur þar sem mörg íslensk dýr koma honum til aðstoðar. Það er gaman að nýta áhuga nemendanna og forvitni þeirra í svona vinnu og ljúka henni með heimsókn sem þessari. Við erum heppin í Bolungarvík að hafa tækifæri til þess að heimsækja safn eins og Náttúrugripasafnið!