news

Niðurstöður foreldakönnunar

12 Apr 2018

Í mars ár hvert hefur leikskólinn látið Skólapúlsinn halda utan um foreldrakönnun. Í könnuninni er 31 þáttur mældur í 6 flokkum. Leikskólinn kom almennt vel út úr þeim þáttum sem spurt var um en svarhlutfall foreldra var 81%.

Það má þykja gleðilegt að leikskólinn Glaðheimar er hæstur í upplýsingamiðlun til foreldra af þeim leikskólum sem eru með 70 nemendur eða færri og notast við þjónustu Skólapúlsins. Í þættinum um upplýsingamiðlun eru foreldrar beðnir um að taka afstöðu til sjö jákvæðra staðhæfinga um upplýsingamiðlun skólans til foreldra. Leikskólinn hækkar um rúm 10% á milli áranna 2016 og 2017 í upplýsingamiðlun þ.e. úr 74,4% í 84,8%.

Starfsfólk skólans mun vinna úr þeim athugasemdum sem komu fram í könnuninni og halda áfram að gera góðan skóla enn betri.