news

Nýr vagn

29 Ágú 2019

Leikskólinn var að fá nýjan vagn til að nota í útiskóla og gönguferðum. Vagninn er léttur og þægilegur svo nemendurnir eiga auðvelt með að draga hann sjálfir. Nokkrir nemednur ásamt kennara fórum strax í stutta ferð með vagninn til að sjá hvernig hann virkaði. Nemendur og kennarar á elstu deildinni höfðu fundið dáinn fugl fyrir neðan gluggann á deildinni og ákveðið var að fara með hann og jarða hann fyrir utan skólalóðina. Þá kom vagninn að góðum notum til þessa flytja fuglinn sem búið var að búa um í kassa og skóflu til að geta grafið holu. Á heimleiðinni notuðum við tækifæri og tíndum rusl í vagninn. Foreldrar geta séð skráningu úr ferðinni í fataherbergi leikskólans.