Öskudagsgleði

06 Mar 2019

Mikil gleði hefur ríkt í leikskólanum í dag þar sem hinar ýmsu kynja- og ævintýraverur hafa verið á kreiki. Meðlimir Hvolpasveitarinnar, prinsessur, riddarar, hin ýmsu dýr og ævintýraprinsessur hafa verið á hlaupum um skólann og kepptust við að slá köttinn úr tunninni á öskudagsballi.

Undanfarnar vikur hafa nemendur skólans hannað og búið til sína eigin grímubúninga sem þeir svo klæðast í tilefni dagsins. Afrakstur þeirrar vinnu sem lögð hefur verið í gerð búninganna er ávallt gleðileg og eru flestir nemendur afar stoltir af sínum búningum. Ferlið í gerð búninganna er rauði þráðurinn í námi barnanna og er ávallt gleðilegt að fylgjast með því og sjá afraksturinn.

Eldri starfsmenn leikskólans á Kisudeild

Nemendur á Bangsadeild