news

Öskudagur

17 Feb 2021

Það vantar ekkert uppá hugmyndaflug eða listsköpun hér í Glaðheimum en á öskudagsballinu þar sem kötturinn var sleginn út tunnunni mátti sjá ýmsar persónur og furðuverur. Transformers, kisur, mýs, prinsessur, fiskur, ofurhetjur og hundar heiðruðu okkur meðal annars með nærveru sinni.

Komin er hefð fyrir því í leikskólanum að nemendur og kennarar skólans búi til sína eigin búninga fyrir öskudaginn. Þá koma nemendur með bolið að heiman sem fá nýtt líf þegar þeir eru málaðir, klipptir til eða límdir og skreyttir með ýmiskonar efnum, palíettum og borðum. Þetta fyrirkomulag var í fyrsta sinn árið 2015 og hefur tekist vel til.