news

Pylsu- og innflutningspartý

12 Sep 2019

Við skelltum í pylsupartý í salnum í gær, ákváðum að hafa smá innflutningspartý þar sem við höfum ekki gefið okkur tíma til að fagna nýja húsinu. Við fengum lánaðan pylsupott og settum upp sjoppu í salnum. Stjórarnir og nýi eldhússtarfsmaðurinn voru starfsmenn sjoppunnar og komu börnin í sjoppuna og "keyptu" pylsu og svala.