Rassaþotur að gjöf

04 Feb 2019

Landsbankinn færði leikskólanum nokkrar rassaþotur að gjöf og viljum við þakka þeim kærlega fyrir að hugsa til okkar.

Nú þegar snjór er yfir öllu þá eru rassaþoturnar vinsælar hjá börnunum. Á lóðinni við Glaðheima er góð brekka til þess að renna sér en stundum er farið út fyrir leikskólalóðinna með rassaþotur og fundin góð brekka til þess að renna niður.