news

Sjálfbærni og vísindi á degi leikskólans

09 Feb 2017

Í dag kemur fjórða og næst síðasta myndbandið okkar í þessari litlu kynningu á starfinu okkar. Í dag ætlum við að sýna ykkur hvernig við vinnum með námsþættina sjálfbærni og vísindi. Inn í þessa þætti fléttast m.a. vettvangsferðir, útivera og lífleikni. Lífsleikni er einn af aðal þáttum starfsins okkar í leikskólanum en við höfum síðastliðin 10 ár unnið með námsefnið Lífsleikni í leikskóla sem byggist á 12 dygðum. Lífsleikni er ekki eitthvað sem er auðvelt að sýna en þetta litar allt okkar starf og má sjá í öllum myndböndunum í einhverri mynd þar sem við erum m.a. að sýna hugrekki, vinsemd, virðingu og hjálpsemi.

Gjörið svo vel, sjálfbærni og vísindi.

4dagurleikskolans.wmv

Takk fyrir að horfa.

Kær kveðja nemendur og kennarar leikskólans Glaðheima