news

Skólahópur

23 Okt 2020

Elstu börn leikskólans eru í skólahóp en í þeim hóp er grunnskólagangan undirbúin með ýmsum hætti. Skólahópurinn okkar er byrjaður að kynnast grunnskólabyggingunni og starfsmönnum hennar. Einu sinni í viku fer skólahópur á bókasafnið. Sundnámskeiðin sem börnin fara á er í sundlauginni og þar fá þau smjörþefinn af skólasundi. Dagna 27. og 28. október er skipulögð fyrsta skólaheimsókn vetrarins og er ekki laust við að tilvonandi grunnskólanemendur finni til tilhlökkunar.

Samvinna leik- og grunnskóla er mikilvægur þáttur í undirbúningi barnanna fyrir grunnskólagönguna. Megin markmið þessarar samvinnu er að tryggja samfellu í námi barnanna og auðvelda þeim flutning á milli skólastiga.