news

Snjórinn er strigi

14 Jan 2021

Blái hópur á Gili fór í dag með hópstjóranum sínum henni Bryngerði Súlu í listsköpun í hópastarfi. Þau fóru aðeins út fyrir leikskólalóðina með vatnsmálningu og pensla.

Hópurinn lífgaði aldeilis uppá snjóinn með listaverki sínu og hafa gangandi vegfarendur staldrað við, virt listaverkið fyrir sér og glaðst yfir listinni.

Það má svo sannarlega nýta snjóinn sem striga. Efniviður til listsköpunar er allt í kringum okkur, við þurfum bara að opna augun fyrir möguleikunum og kynnast efniviðnum.