news

Sólarpönnukökur í Glaðheimum

01 Feb 2019

Þó svo að sólin heiðri okkur ekki með geislum sínum þessa dagana fögnuðum við komu hennar í leikskólanum og gæddum okkur á nýbökuðum pönnukökum miðvikudaginn 30.janúar. Það voru hamingjusöm börn sem gæddu sér á pönnsum og mátti sjá bros á hverju andliti.

Í Lambhaga var hálfgerð kaffihúsastemmning þegar pönnukökurnar voru á boðstólnum.