news

Starfsdagar

12 Apr 2019

Dagana 15., 16. og 17. apríl verður leikskólinn lokaður vegna starfsdaga starfsfólks.

Við, starfsfólk leikskólans, munum leggja land undir fót og fara í námsferð til Gdansk í Póllandi. Þar verða heimsóttir einka- og ríkisreknir leikskólar, við fáum kynningu á pólsku skólakerfi ásamt því að fara á námskeið um hreyfingu barna. Einnig hefur verið beðið um kynningu á leikskólanum okkar og verðum við auðvitað við því.

Við vonum að foreldrar og forráðamenn geti notið þess að vera í fríi með börnum sínum yfir páskana. Næst sjáumst við þriðjudaginn 23. apríl.

Gleðilega páska!!