news

Starfsmannafundur / Haustfundur

07 Sep 2020

Við erum komin aftur til starfa í leikskólann! Það er mikið líf og fjör hjá okkur.

Miðvikudaginn 9.september lokar leikskólinn kl. 14:00 vegna starfsmannafundar. Þann sama dag frá klukkan 15:00-16:00 bjóðum við til haustfundar fyrir foreldra. Á haustfundi kynnir hver deild sitt starfsfólk og starfið sem framundan er. Stjórnendur leikskólans verða einnig lausir til viðtals.

Við hvetjum foreldra til að kíkja til okkar, kynnast starfinu sem og starfsmönnum leikskólans.