news

Sundlota 1

09 Okt 2020

Nú hafa elstu börnin lokið sinni fyrstu sundlotu. Karitas sem er sviðsstjóri íþrótta og heilsueflingar við leikskólann ásamt kennurum á Grásteini sáu um sundkennsluna. Við ætlum að vera með 3 sundlotur á þessu skólaári og var þeirri fyrstu að ljúka núna. Áherslur okkar í þessari lotu voru fyrst og fremst öryggi í vatninu og aðstæðunum. Við notuðum sundbelti, froskalappir og korka. Fórum aðeins inn á að blása frá okkur í vatnið og hvernig fæturnir þyrftu að hreyfa sig ofan í með froskalöppunum. Í næstu lotu áætlum við svo að fara meira út í köfun, fráöndun í vatni og legu í vatninu. Myndir frá sundinu má sjá á skilaboða skjá í anddyri leikskólans einnig hafa foreldrar þeirra nemenda sem voru í sunlotunni fengið sent fréttabréf með myndum.