news

Sundlotu 3 lokið

10 Jún 2021

Þriðja og síðasta sundlota nemenda fædd 2015 var í maí. Lögð var áframhaldandi áhersla á köfun og fráöndun í vatni, flot og fótatök með froskalöppum. Það má með sanni segja að töluverðar framfarir hafa orðið í hópnum og eru allir nemendur orðnir nokkuð öruggir í vatni án kúta.

Við í leikskólanum erum sérstaklega glöð og stolt af því að geta boðið uppá sundkennslu. Við teljum okkur meðal annars vera að undirbúa nemendur okkar enn frekar fyrir grunnskólagöngu sína og mynda tengsl við húsakynni sundlaugarinnar og hver veit nema við séum að kenna framtíðar ólympíufara fyrstu sundtökin!