Tannlæknir í heimsókn

21 Sep 2018

Leikskólinn er í samstarfi við Landlæknisembættið um bætta tannheilsu leikskólabarna sem hluta af verkefninu „Heilsueflandi leikskóli“ . Kristín Sigurðardóttir tannlæknir er hjá okkur í leikskólanum í dag og hittir börn sem fædd eru árið 2016 og þau börn sem ekki náðist að skoða í fyrra sem fædd eru 2015. Þetta er í annað sinn sem Kristín kemur og framkvæmir sjónskoðuna á tönnum barnanna. Börnin verða með kennara sínum og jafnvel besta vini í skoðuninni svo öllum ætti að líða vel. Skoðunin fer fram í leikskólanum sem er kostur því það er umhverfi sem barnið þekkir og er öruggt í.