Tannvernd

15 Feb 2019

Vikuna 4.-8. febrúar stóðu Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands fyrir tannverndarviku með skilaboðum til landsmanna um að huga betur að tannheilsunni og leggja enn meiri áherslu á góða tannhirðu.

Þá viku vöktum við í leikskólanum athygli á tannvernd og mikilvægi hennar með margskonar þemavinnu. Sungin voru lög um tennurnar, lesnar og skoðaðar bækur, horft á ævintýri félaganna Karíus og Baktus og unnið að hinum ýmsu verkefnum.

Á síðu Embættis landlæknis eru ýmsar upplýsingar og fjölbreytt fræðsla um tannvernd og tannhirðu barna, unglina og fullorðinna : https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/tannvernd/