news

Þolinmæði er dygð

12 Nóv 2021

Leikskólinn starfar eftir námsefninu Lífsleikni í leikskóla. Við leggjum áherslu á að kenna lífsleikni í gegnum dygðir sem við fáumst við í daglegu lífi, leik og starfi. Þolinmæði er ein af þeim dygðum sem við vinnum með. Það reynir oft á þolinmæðina í leikskólanum, í fataklefanum, í samskiptum við samnemendur og kennara, við matarborðið, í leikjum og verkefnavinnu. Nemendur okkar á Grásteini unnu skemmtilegt verkefni sem reyndi vel á þolinmæðina því þau voru að sauma! Fyrst teiknuðu börnin mynd, svo voru gerð göt á útlínum þess sem þau teiknuðu því loka skref verkefnisins var að taka upp nál og tvinna. Það reyndi svo sannarlega á þolinmæði sumra að sitja við og sauma en afraksturinn var vel þess virði. Listaverkin hanga inni á deild og eru mikil prýði og mega börnin vera stolt, þolinmæðin þrautir vinnur allar!