news

Þorrablót Glaðheima

30 Jan 2019

Föstudaginn 25.janúar var mikið húllum hæ í leikskólanum þegar nemendur og starfsfólk skólans blótuðu saman þorra. Nemendur settu upp þorrakórónur sem þeir höfðu útbúið fyrir borðhaldið, sungin voru þorralög og gætt sér á dásemdar þorramat. Margir nemendur sýndi hugrekki þegar þeir gæddu sér á hákarl en það getur nú verið þó nokkuð ógnvekjandi að borða slíka skepnu.

Í Lambhaga höfðu nokkrir nemendur búið til þorratrog þar sem mátti sjá veislumannsmat, hákarl, súra hrútspunga, lifrapylsu og blóðmör, laufabrauð með hangikjöti svo fátt eitt sé nefnt.

Í leikskólanum leggjum við áherslu á að nemendur okkar kynnist hefðum og hátíðum í íslensku þjóðlífi því þannig teljum við að þeir læri að virða menningararfinn.

Þorratrog úr Lambhaga :